Skip to content
November 13, 2025
  • Sel Hótel Myvatn open 2026 – info
    • Easy Jet
    • Akureyri airport pickup
    • Tournament information
  • Venue – Skjólbrekka
    • Location
  • Contact
  • Info about past tournament march 2025
    • Schedule
    • Registered players
    • Entry fees and Payments
    • About Goðinn chess club
    • Regulations
    • Live games and PGN
    • Prizes
    • Food and drink
    • The anniversary tournament
    • Sponsors
    • Accommodation
    • Sel-Hotel
    • Stella Rósa apartment
    • Skútustaðir Farm house
    • Special Events
    • Visit Myvatn
Sel Hotel Myvatn Open 2026

Sel Hotel Myvatn Open 2026

Get ready for Sel Hotel Mývatn Open 19-22 november 2026 At Skjólbrekka community center Lake Mývatn

Auglýsing sel mótið
Primary Menu
  • Sel Hótel Myvatn open 2026 – info
    • Easy Jet
    • Akureyri airport pickup
    • Tournament information
  • Venue – Skjólbrekka
    • Location
  • Contact
  • Info about past tournament march 2025
    • Schedule
    • Registered players
    • Entry fees and Payments
    • About Goðinn chess club
    • Regulations
    • Live games and PGN
    • Prizes
    • Food and drink
    • The anniversary tournament
    • Sponsors
    • Accommodation
    • Sel-Hotel
    • Stella Rósa apartment
    • Skútustaðir Farm house
    • Special Events
    • Visit Myvatn
Video
  • Home
  • News
  • Afmælismót Goðans fer skemmtilega af stað
  • News

Afmælismót Goðans fer skemmtilega af stað

Hermann Aðalsteinsson March 13, 2025

Stórglæsilegt 20 ára Afmælismót skákfélagsins Goðans 2025 hófst í kvöld með fyrstu umferð. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar lék fyrsta leiknum í skák stórmeistarans Simon Williams (stigahæsta keppanda mótsins) gegn landsliðskonunni Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur. Fljótlega eftir það hófst taflmennskan og þótt að sá stigahærri hafi haft betur á öllum borðum skullu nokkrar hurðir nærri hælum!

Fyrsta skákin til að klárast á mótinu var sigurskák Björns Þorfinnssonar gegn Sigurður Eiríkssyni. Björn er nokkuð rútíneraður í „pýramída-systeminu“ sínu og hefur unnið ófáar sóknarskákirnar með þessu byrjanakerfi.

https://skak.is/wp-content/plugins/embed-chessboard/pgn4web/board.html?am=n&d=3000&ig=f&iv=0&ih=s&ss=26&ps=d&pf=d&lch=F3F3F3&dch=7389B6&bbch=002D4E&hm=b&hch=D70D0D&bd=c&cbch=7389B6&ctch=FFFFFF&hd=j&md=f&tm=13&fhch=000000&fhs=14&fmch=000000&fcch=808080&hmch=7389B6&fms=14&fcs=m&cd=i&bch=FFFFFF&fp=13&hl=t&fh=400&fw=p&pi=pgn4web_645573dd&[pgn&pfr=/pgn4web/images/&ss=36
Simon og Hallgerður

Á efsta borði náði Simon Williams snörpum sóknarsigri eins og honum er nánast einum lagið.12345678abcdefgh

32.He8+! voru snotur tafllok.

https://skak.is/wp-content/plugins/embed-chessboard/pgn4web/board.html?am=n&d=3000&ig=f&iv=0&ih=s&ss=26&ps=d&pf=d&lch=F3F3F3&dch=7389B6&bbch=002D4E&hm=b&hch=D70D0D&bd=c&cbch=7389B6&ctch=FFFFFF&hd=j&md=f&tm=13&fhch=000000&fhs=14&fmch=000000&fcch=808080&hmch=7389B6&fms=14&fcs=m&cd=i&bch=FFFFFF&fp=13&hl=t&fh=400&fw=p&pi=pgn4web_22becaad&[pgn&pfr=/pgn4web/images/&ss=36

Á efstu borðum náðu Þröstur og Bragi í nokkuð hreinlega sigra þó þeir hefðu þurft að hafa mismikið fyrir þeim. Á þriðja borði var gjörsamlega kveikt í borðinu í gríðarlega tvísýnni skák Hilmis Freys gegn Birki Hallmundarsyni.

Birkir í þungum þönkum í skákinni

Birkir náði flottri stungu með svörtu í 20. leik12345678abcdefgh

20…Rg4! og Hilmir var algjörlega í köðlunum. Birkir náði ekki að fylgja eftir með bestu leikjunum í flókinni stöðu, það flókinni að í næstu leikjum skipti skákin um eigendur þar til Birkir var sleginn skákblindu í tímahraki í stöðu sem var líklegast enn aðeins betri á hann. Hilmir slapp þarna vel!

https://skak.is/wp-content/plugins/embed-chessboard/pgn4web/board.html?am=n&d=3000&ig=f&iv=0&ih=s&ss=26&ps=d&pf=d&lch=F3F3F3&dch=7389B6&bbch=002D4E&hm=b&hch=D70D0D&bd=c&cbch=7389B6&ctch=FFFFFF&hd=j&md=f&tm=13&fhch=000000&fhs=14&fmch=000000&fcch=808080&hmch=7389B6&fms=14&fcs=m&cd=i&bch=FFFFFF&fp=13&hl=t&fh=400&fw=p&pi=pgn4web_2bd485a4&[pgn&pfr=/pgn4web/images/&ss=36

Allar skákir unnust semsagt stigahærri skákmanninum í vil. Adam Ferenc Gulyas stóð lengi vel gríðarlega vel í Bárði Erni en lék svo af sér skiptamun í tímahraki í einni lengstu skák umferðarinnar.

Kíkjum á nokkur skemmtileg tilþrif á öðrum borðum:

Símon Þórhallsson fann falleg tafllok gegn Lárusi H. Bjarnasyni.12345678abcdefgh

21…Bd4+ nýtir sér klaufalega staðsetningu hvíta kóngsins og hvítu drottningarinnar. Hér væri 22.cxd4 svarað með 22…Dxd4+ og svo …Re5+ og drottningin á c2 fellur. Lárus reyndi því 22.Kf3 en eftir 22…Rce5+ samt 23.fxe5 Hxc3 gafst hvítur upp.

Stefán Steingrímur Bergsson þurfti að svitna gegn Ævari Ákasyni.12345678abcdefgh

Hér hefði 14…d5!! verið gríðarlega öflug stunga. Hvítur getur ekki tekið með framhjáhlaupi þar sem þá væri riddarinn á d5 oní og svartur svarar drottningarleikjum með annaðhvort drápi á b2 eða með leiknum …d4 með mun betra tafli í bæði skiptin.  Eftir 14…Bxb2? eins og í skákinni hefði 15.Bd3! verið besta framhaldið en Stefán gaf annan séns á stungunni 15.Hb1? Bc3? (15…d5!!) og nú eftir 16.Bd3 komst Stefán á beinu brautina.

Önnur norðlensk stunga var möguleg í skák Hilmars Freys Birgissonar (sem hefur slegið í gegn sem tvífari Simon Williams) og Arnars Milutins Heiðarssonar.12345678abcdefgh

Síðasti leikur Arnars 14…Be4?? var skelfilegur. Hvítur á hér 15.Hxe4! Hxe4 16.Re5 og getur svarað 16…Hxe3 með 17.Ba8 og hrókurinn á e3 á enga reiti og hvítur hefur gjörunnið tafl! Hilmar lék 15.h4 og skákin hélt áfram en Arnar slapp þarna sannarlega með skrekkinn!

Mótið heldur áfram á morgun, föstudag með tveimur umferðum.

  • Skákir beint á lichess (tengill)
  • Vefur mótsins
  • Mótið á Chess results

Styrktaraðilar Afmælismóts Goðans 2025

Þingeyjarsveit
Sel-Hótel Mývatn
Landsvirkjun
Sparisjóður Suður Þingeyinga
Framsýn

Jarðböðin
HSÞ
GPG

About the Author

Hermann Aðalsteinsson

Administrator

View All Posts

Post navigation

Previous: Special accommodation deals at Berjaya Mývatn Hotel
Next: Stigahæstu menn misstu jafntefli í Skjólbrekku

Related Stories

skjolbrekka.jpg 1
  • News

GM Williams, GM Keti and Turlej likely players at Sel Hotel Open 2026

Hermann Aðalsteinsson November 1, 2025
sel hótel
  • News

Sel Hotel Mývatn Open 19-22 november 2026

Hermann Aðalsteinsson April 4, 2025
_X163857
  • News

Photos from the tournament

Hermann Aðalsteinsson March 27, 2025
  • Sigurður Eiríksson
  • Ólafur Örn Ólafsson
  • IM Björn Þorfinnsson
  • Ingi Hafliði og Lárus Sólberg Guðjónssynir
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  • Lárus H Bjarnason
  • Gauti Páll Jónsson
  • Hermann mótsstjóri fylgist með
  • Ingi Hafliði Guðjónsson
  • Eymundur Eymundsson
  • Hópmynd af keppendum
  • IM Björn Þorfinnsson
  • Jón Kristinn Þorgeirsson
  • Ingi Hafliði Guðjónsson
  • Eymundur Eymudsson
  • GM Simon Williams (ENG)
  • Jón Kristinn-Símon og Stefán- Smári
  • GM Simon Williams
  • Hrafn Arnarson
  • Markús Orri Óskarsson
  • Jón Magnússon
  • Stefám Bergsson
  • Adam Ference Gulyas
  • Bárður Örn Birkisson
  • Mótsstjórn, Hilmar, Hermann, Gunnar. Sigurbjörn og Ingvar
  • IM Björn Þorfinnsson
  • Sigurjörn Ásmundsson
  • IM Áskell Örn Kárason
  • GM Bragi Þorfinnsson og IM Björn Þorfinnsson
  • Gunnar Björnsson framkvæmdastjóri/forseti SÍ
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 
  • Birkir Hallmundarson
  • Símon Þórhallsson
  • Davíð Kjartansson
  • Mótsstjórn Afmælismótsins. Hilmar, Hermann og Ingi Hafliði
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  • Ævar Ákason
  • Markús Orri Óskarsson
  • Séð yfir hluta keppenda
  • Kristján Ingi Smárason
  • Hallgerður, Jóhanna og Veronika
  • Veronika Steinunn Magnúsdóttir
  • Verðlaunahafar: Hermann, Bragi, Simon, Björn og Gunnar
  • GM Þröstur Þórhallsson
Cheap flights to Akureyri
Cheap flights to Akureyri from London and Manchester
  • Simon Williams mætir á sjöunda mótið á Le Kock mótaröðinni sem hefst kl. 19.30 – Örfá sæti laus!!
  • Hraðskákmót Garðabæjar 2025
  • Dagur vann Skákþing Garðabæjar – Björn skákmeistari Garðabæjar- Lenka skákmeistari Taflfélags Garðabæjar
  • Emilía og Helgi Fannar efst á barnaskákmóti KR í nóvember 2025
  • Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld – tilvalin upphitun fyrir Le Kock

You may have missed

skjolbrekka.jpg 1
  • News

GM Williams, GM Keti and Turlej likely players at Sel Hotel Open 2026

Hermann Aðalsteinsson November 1, 2025
sel hótel
  • News

Sel Hotel Mývatn Open 19-22 november 2026

Hermann Aðalsteinsson April 4, 2025
_X163857
  • News

Photos from the tournament

Hermann Aðalsteinsson March 27, 2025
Hópmynd af keppendum í Skjólbrekku
  • News

IM Thorfinnsson won the tournament

Hermann Aðalsteinsson March 17, 2025

Innskráning

  • Sel Hótel Myvatn open 2026 – info
    • Easy Jet
    • Akureyri airport pickup
    • Tournament information
  • Venue – Skjólbrekka
    • Location
  • Contact
  • Info about past tournament march 2025
    • Schedule
    • Registered players
    • Entry fees and Payments
    • About Goðinn chess club
    • Regulations
    • Live games and PGN
    • Prizes
    • Food and drink
    • The anniversary tournament
    • Sponsors
    • Accommodation
    • Sel-Hotel
    • Stella Rósa apartment
    • Skútustaðir Farm house
    • Special Events
    • Visit Myvatn
Copyright © All rights reserved. | MoreNews by AF themes.